Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, skellti sér í sjósund í Ísafjarðarbæ í fyrradag og segir hann það, sem og annað sem á daga hans dreif í heimsókninni, hafa verið „mikið gaman“.
Guðni segsir frá upplifun sinni og heimsókninni á Facebook:
„Mikið var gaman í Ísafjarðarbæ í gær og fyrradag. Fyrir hönd okkar Elizu þakka ég kærlega gestrisni og góðvild heimafólks. Við fórum í skrúðgöngu og hittum ungt lið og aldið og allt þar á milli, fræddumst um sóknarfæri í útvegi og eldi, hátækni og nýsköpun, ferðaþjónustu og fjarvinnu svo að eitthvað sé nefnt.
Leiðin lá um Ísafjörð og Hnífsdal, Þingeyri og Suðureyri. Samfélag á þessum slóðum getur eflst enn frekar ef rétt er á málum haldið, auðlindir eru nýttar á sjálfbæran og umhverfisvænan hátt og fólk fær bæði að njóta þeirra og sýna hvað í því býr. Ég þakka þeim sem hlýddu.“