Greinar

Guðmundur þjálfari og ríkisstjórnin

By Miðjan

January 13, 2020

Vonandi hafa ráðherrarnir fylgst vel með handboltamótinu. Þar kemur skýrt fram að Guðmundur þjálfari undirbýr sig og liðið. Hann  ann sér ekki hvíldar. Veit að góður undirbúningur skilar sér.

Ráðherrarnir dúlla sér hins vegar. Þannig að  þingmenn ræða þingmannamál.  Í atvinnubótavinnu. Þau deyja nánast öll. Ástæðan er sú að ráðherrarnir skilja ekki að góður undirbúningur er nauðsyn. Það er ef  vel á  að fara.

En það gerist ekki. Skömmu áður en blásið er til langra hléa á þingstörfum birtast ráðherrarnir með fullar hjólbörur að mis vel skrifuðum þingmálum. Þá tekur við undarleg færibandavinna. Án þess að geta kynnst sér málin greiða þingmenn með eða á móti. Margir greiða atkvæði óupplýstir um innihald málanna.

Víst er að ráðherrar, sem og aðrir stjórnmálamenn, geta lært af Guðmundi Þ. Guðmundssyni. Hann lætur ekki leikmennina sitja aðgerðarlausa dögum saman og mætir svo daginn fyrir leik með allt það sem hann hyggst leggja upp. Hann undirbýr sig vel og við sjáum árangurinn.

Við sjáum líka sleifarlagið sem tíðkast í æstu stjórnsýslu ríkisins. Guðmundur Þ. Guðmundsson er tilvalin fyrirmynd.

-sme