- Advertisement -

Guðmundur Ingi stjórnmálamaður ársins

Guðmundur Ingi Kristinsson er stjórnmálamaður ársins að mati eins manns ritstjórnar Miðjunnar.

Guðmundur Ingi er seigur. Hann berst sem hann getur í von um að rétta hlut þess fólks sem verst stendur og harðast er leikið. Guðmundur Ingi talaði oftar og meir en aðrir þingmenn á nýliðnu haustþingi. Hann lætur sig ekki.

Ótal sinnum hefur hann spurt ráðherra eftir ráðherra um stöðu þess fólks sem hann leggur sig fram um að vinna fyrir. Sumir ráðherrar leyna ekki hversu mikið þeim leiðist að standa í orðaskiptum við Guðmund Inga.

Guðmundur Ingi er einstaklega trúr eigin sannfæringu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: