Guðmundur Ingi Kristinsson gerði biðlista í heilbrigðismálum að umtalsefni á Alþingi. Svandísi Svavarsdóttur var ekki skemmt. Ekki er laust við að þingmaðurinn Guðmundur Ingi hafi móðgað ráðherrann Svandísi.
Guðmundur Ingi: „Ég hef heyrt að álagið sé að buga marga þá sem er í fremstu víglínu í þessu kerfi. Ég spyr: Hvernig er verið að taka á því? Og í því samhengi, er t.d. búið að semja við talmeinafræðinga? Er búið að semja við sjúkraþjálfara? Er búið að taka á því að biðlistar styttist eftir t.d. talmeinafræðingum og öðrum þeim sem hjálpa börnum virkilega, er verið að taka á því? Er verið að semja við þá? Er verið að sjá til þess að það sé ekki alltaf allt í háalofti í kerfinu? Og síðan eiga eftir að bætast inn í þetta mál vegna Covid. Er verið að taka á því líka?“
Svandís Svavarsdóttir: Það er ekki allt upp í loft í kerfinu, það er ekki þannig. Ég met það mikils ef háttvirtur þingmaður vill halda sig við staðreyndir í því hvernig hér er spurt og svarað.