„Mér finnst nú svolítið sætt þegar Fréttablaðið reynir að draga úr mögulegum forsetaframbjóðendum með þessum hætti. Ég er nú bara þannig gerður að þetta hleypir heldur hita í mig en að draga úr mér og hyggst ég nú alvarlega skoða þann möguleika að bjóða mig fram,“ skrifar Guðmundur Franklín Jónsson.
„Vesalings labbakútarnir eru greinilega farnir að skjálfa á beinunum yfir að sá sem storkar sitjandi forseta muni líklega bera sigur af hólmi. Ætli öll vötnin falli nú ekki til Dýrafjarðar og ég verði að fara að gera upp hug minn von bráðar?“