- Advertisement -

Guðmundur Arnar í framboð fyrir Pírata í Suðurkjördæmi

Guðmundur Arnar Guðmundsson, gamalreyndur Pírati og sagnfræðingur búsettur í Reykjanesbæ bíður sig fram í prófkjör Pírata. Hann situr í stjórn Pírata í Suðurkjördæmi og er ritari Pírata í Reykjanesbæ.

Guðmundur Arnar skrifar:

Ég er reynslubolti þegar kemur að grasrótarstarfi flokksins. Ég hef verið virkur þátttakandi í starfi Pírata á frá upphaf og ávallt haft sérstakan fókus á starfið á Suðurnesjunum. Ég sat í kjördæmaráði Pírata í Suðurkjördæmi fyrir Alþingiskosningar 2016, var í 4. sæti á lista Pírata í Reykjanesbæ í sveitastjórnarkosningunum 2018, kosinn formaður Framkvæmdastjórnar Pírata sama ár og gegndi þeirri stöðu til haustsins 2020.

„Ég brenn fyrir að koma á betri pólitískri menningu á Íslandi og hef óbilandi trú á að lykillinn að því sé grunnstefna Pírata um gagnrýna hugsun, upplýstar ákvarðanir, réttindi borgara og friðhelgi einkalífsins. Án sterks lýðræðis, ábyrgðar kjörinna fulltrúa og gagnsæja stjórnsýslu er lítil von um alvöru lýðræðisframfarir í samfélagi okkar. Píratar eru svarið!“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: