- Advertisement -

Guðlaugur Þór sneiðir óvart að Davíð

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er erfiður Davíð Oddssyni. Guðlaugur Þór vill að sendiherrastöður verði auglýstar – í framtíðinni. Nú séu margir sendiherrar án sendiráða. Lagerinn er yfirfullur.

Þessi viðhorfs Guðlaugs Þórs beina enn og aftur athygli af öfgum Davíðs Oddssonar þá mánuði sem hann var utanríkisráðherra.

Hér er upprifjun á frétt Miðjunnar um framgöngu Davíðs í utanríkisráðuneytinu.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Á sama tíma var gnótt sendiherra án sendiráða, þeir voru á „göngudeildinni“ í ráðuneytinu við Rauðárstíg.

Á því ári sem Davíð Oddsson var utanríkisráðherra skipaði hann fjölda nýrra sendiherra.

„Á undanförnum árum hafa pólitískar embættisráðningar í utanríkisþjónustunni aukist til muna. Af forstöðumönnum á 23 sendiskrifstofum, þar sem rekið er sendiráð, fastanefnd eða aðalræðisskrifstofa eða starfsmaður með sendiherratitil skipaður í starf hjá alþjóðastofnun, voru í mars 2007 tíu pólitískt skipaðir eða um 45 prósent,“ segir í bréfi starfsmannaráðs utanríkisráðuneytisins eftir að Davíð lét af störfum.

Þar segir og að starfsmannaráðið að þetta háa hlutfall eigi sér ekki hliðstæðu í öðrum vestrænum ríkjum.

Einnig segir í bréfinu að pólitískt skipaðir sendiherrar sitji lengur í embættum erlendis en faglega ráðnir kollegar þeirra. Hinir pólitískt ráðnu taki að jafnaði ekki við skrifstofustjórastörfum í ráðuneytinu, líkt og sendiherrar úr röðum embættismanna geri.

„Fullyrðing Starfsmannaráðsins þess efnis að pólitískum ráðningum hafi fjölgað á síðustu árum á við rök að styðjast. Davíð Oddsson skipaði tíu sendiherra á því rúmlega eina ári sem hann var utanríkisráðherra. Þar af voru tveir embættismenn úr ráðuneytinu sem hættu fljótlega. Af hinum átta voru sjö ráðnir á augljósum pólitískum forsendum. Þetta voru þeir Albert Jónsson og Ólafur Davíðsson sem komu með Davíð úr forsætisráðuneytinu. Í þessum hópi voru jafnframt Markús Örn Antonsson, Guðmundur Árni Stefánsson, Sighvatur Björgvinsson, Kristján Andri Stefánsson og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir,“ sagði í blaðagrein frá þessum tíma.

Allt þetta fólk var skipað í stöðu sendiherra, án þess að hafa starfað í utanríkisráðuneytinu til lengri tíma. Í bréfinu til ráðherrans segir að þetta stingi í stúf við þá áherslu að forstöðumenn á sendiskrifstofum hafi aflað sér víðtækrar reynslu í utanríkisþjónustunni.

Á sama tíma var gnótt sendiherra án sendiráða, þeir voru á „göngudeildinni“ í ráðuneytinu við Rauðárstíg.

Davíð skipaði þetta fólk sem sendiherra á því eina ári sem hann var utanríkisráðherra:

  • Albert Jónsson
  • Bergdís Ellertsdóttir
  • Guðmundur Árni Stefánsson
  • Hannes Heimisson
  • Helgi Gíslason
  • Júlíus Hafstein
  • Kristján Andri Stefánsson
  • Markús Örn Antonsson
  • Ólafur Davíðsson
  • Sigríður Dúna Kristmundsdóttir
  • Sveinn Á. Björnsson.

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: