„Þetta er uppáhaldsumræðuefnið mitt. Meðalsvartími í virkum dögum er 35 dagar í heildina, ekki 15 eins og gert er ráð fyrir. Af öllum þeim sem svara fyrirspurnum er einmitt virðulegur forseti sá eini sem er innan tímamarkanna með 13 virka daga í svartíma,“ sagði Björn Leví Gunnarsson á Alþingi og upplýsti um hvers lengi hver ráðherra er að svara fyrirspurnum.
Þau sem standa sig verst birtast efst.
1. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra 55
2. Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra 53
3. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra 42 daga
4. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra 39
5. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir dómsmálaráðherra er með 38 daga
6. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra 38
7. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 37
8. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 27
9. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 24
10. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra 28, forsætisráðherra 21