Stjórnmál

Guðlaugur nái Viðreisnarfólkinu til baka

By Miðjan

November 04, 2022

„Þrátt fyr­ir að geta státað okk­ur af því að rúma fjöl­marg­ar skoðanir og sam­ein­ast á grunn­gild­um sjálf­stæðis­stefn­unn­ar höf­um við séð á eft­ir alltof mörgu öfl­ugu sjálf­stæðis­fólki sem hef­ur haslað sér völl inn­an annarra flokka. Að tala það fólk niður, líkt og sum­ir hafa gert, mun ekki fá það aft­ur til liðs við flokk­inn. Ég hef hins veg­ar trú á að Guðlaug­ur geti náð þessu fólki til baka ásamt nýj­um kjós­end­um,“ skrifar Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúr Sjálfstæðisflokksins í Moggann í dag.

Þarna er eflaust átt við Viðreisn og kannski helming þingflokks Miðflokksins, það er Bergþór Ólason.

„Guðlaug­ur Þór býr að dýr­mætri reynslu og far­sæl­um ferli inn­an flokks­ins og hef­ur upp­skorið mik­inn ár­ang­ur inn­an þeirra ráðuneyta sem hann hef­ur stýrt. Hann hef­ur ekki fengið neitt á silf­urfati í sín­um stjórn­mála­fer­il held­ur er hann bar­áttumaður. Hann hef­ur margoft sýnt það og sannað að hann er meira en fær um að tak­ast á við það mik­il­væga verk­efni að auka fylgi flokks­ins. Þá er eng­in ástæða til að bíða, held­ur skul­um við hefjast handa strax við að efla flokk­inn, á mánu­dag­inn eft­ir Lands­fund,“ skrifar hún.