„Þrátt fyrir að geta státað okkur af því að rúma fjölmargar skoðanir og sameinast á grunngildum sjálfstæðisstefnunnar höfum við séð á eftir alltof mörgu öflugu sjálfstæðisfólki sem hefur haslað sér völl innan annarra flokka. Að tala það fólk niður, líkt og sumir hafa gert, mun ekki fá það aftur til liðs við flokkinn. Ég hef hins vegar trú á að Guðlaugur geti náð þessu fólki til baka ásamt nýjum kjósendum,“ skrifar Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúr Sjálfstæðisflokksins í Moggann í dag.
Þarna er eflaust átt við Viðreisn og kannski helming þingflokks Miðflokksins, það er Bergþór Ólason.
„Guðlaugur Þór býr að dýrmætri reynslu og farsælum ferli innan flokksins og hefur uppskorið mikinn árangur innan þeirra ráðuneyta sem hann hefur stýrt. Hann hefur ekki fengið neitt á silfurfati í sínum stjórnmálaferil heldur er hann baráttumaður. Hann hefur margoft sýnt það og sannað að hann er meira en fær um að takast á við það mikilvæga verkefni að auka fylgi flokksins. Þá er engin ástæða til að bíða, heldur skulum við hefjast handa strax við að efla flokkinn, á mánudaginn eftir Landsfund,“ skrifar hún.