„Guði sé lof fyrir ESA“
„Loksins, loksins er komið frumvarp um að gefa leigubílaakstur frjálsan. Það er eiginlega næstum því svekkjandi að það þurfi einhvern eins og ESA til að ýta okkur út í að gera leigubílaakstur frjálsan. En það er ágætt að halda því til haga að þetta hefur verið í umræðunni í einhvern tíma og starfshópur að störfum,“ sagði Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokki.
„Guði sé lof fyrir ESA ef fyrirstaðan er svo mikil í kerfinu hjá okkur að það þurfi til að afnema ofboðslega úrelta reglugerð um leigubílaakstur þar sem við skömmtum atvinnuleyfi, þrátt fyrir atvinnufrelsi sem skrifað er í stjórnarskrána okkar, skömmtum það eftir svæðum. Þessi ágætu atvinnuleyfi erfast meira að segja ef svo ber undir. Það er í rauninni algerlega ótrúlegt að við búum enn þann dag í dag, árið 2019 og bráðum 2020, við við þessa hugmyndafræði. Þess vegna held ég að það mál sem hér liggur fyrir sé mjög brýnt.“
„Ég fagna því mjög að þetta sé komið fram og ég verð að viðurkenna að þegar ráðherra fór yfir þetta eiginlega hugsaði ég: Bíddu, þarf samt sem áður öll þessi leyfi? Það eru alla vega þrjár tegundir af leyfum sem tekin eru fram í þessu frumvarpi. Það kann að vera.“