„Auðvitað er forsendan fyrir því að það geti haldið áfram sú, að flokkarnir þrír haldi meirihluta sínum á Alþingi. Líkurnar á því eru töluverðar, því ekki er að sjá að einhver stjórnarandstöðuflokkanna sé að ná sér á strik – nema þá hugsanlega Píratar.“
Það er Styrmir Gunnarsson sem þarna veltir sér vonum sínum um framhald ríkisstjórnarinnar.
„Er ekki farsælast fyrir land og þjóð að núverandi stjórnarsamstarf haldi áfram að kosningum loknum? Það fer ekki á milli mála, að samstarf stjórnarflokkanna þriggja hefur í stórum dráttum gengið vel. Óvenjulegar aðstæður valda því, að það skiptir miklu máli að pólitískur stöðugleiki ríki á meðan tekizt er á við þann risavaxna vanda, sem við og allar aðrar þjóðir stöndum frammi fyrir á næstu árum.“
Svo skrifar Styrmir: „Það væri óheppilegt svo ekki sé meira sagt, að pólitískt uppnám ríki í landinu að kosningum loknum haustið 2021.“
Hann veit sem er að óvíst er um hvort væntingar hans gangi eftir:
„Auðvitað er forsendan fyrir því að það geti haldið áfram sú, að flokkarnir þrír haldi meirihluta sínum á Alþingi. Líkurnar á því eru töluverðar, því ekki er að sjá að einhver stjórnarandstöðuflokkanna sé að ná sér á strik – nema þá hugsanlega Píratar.
Núverandi stjórnarflokkar hafa staðið vel saman í aðgerðum vegna kórónuveirunnar. Þeir búa yfir þekkingu og reynslu, sem skiptir máli. Það eru sterk rök, sem hníga að því að treysta þeim áfram fyrir landstjórninni.“