Greinar

Grúppíur ráðast gegn borgaralegum gildum

By Aðsendar greinar

July 20, 2023

Sigurjón Þórðarson skrifarði:

Í nýjasta þætti Þjóðmála, þætti #147, segir víninnflytjandinn Stefán Einarsson og þáttarstjórnandi Dagmála frá því að hann hafi hafi hreinlega misst máttinn þegar hann hlýddi á málflutning Eyjólfs Ármannssonar þingmanns Flokks Fólksins í umræðu um ríkiseinkasölu ÁTVR, svo kjánalegur þótti honum skýrar röksemdir þingmannsins. Lagsmaður hans Andrés, bætti um betur, með einhverjum órökstuddum ávirðingum.

Nú er ég þeirra skoðunar að mér væri að meinalausu að taka umrætt einkaleyfi af ríkinu, en ég tel reyndar mun brýnna að breyta öðrum þáttum samfélagsins, en brennivínið er víst eina frelsismál Sjálfstæðisflokksins.

Það á ekki að vera hægt að deila um ríkiseinkasöluna þar sem kveðið er skýrt á um umrædda ríkiseinokun í lögum landsins og því ættu allir þeir sem vilja standa vörð um borgarleg gildi að virða lögin þar til þeim er breytt.

Ráðamenn Sjálfstæðisflokksins hafa tekið upp á því að snúa út úr lögunum og fylgja ekki eftir skýrum lagaákvæðum. Grúppíur Flokksins á þjóðmálum hafa síðan fylgt því eftir með persónulegum árásum á þá sem vilja standa vörð um lög landsins.

Það er áhyggjuefni fyrir þjóðina þegar þaulsetinn valdaflokkur virðir ekki lög og ráðist er með aðdróttunum að þeim sem vilja virða þau.