- Advertisement -

Grunur um berklasmit: „Erfiðara þegar það eru að grein­ast fjölónæm­ir berkl­ar“

Eftir að grun­ur kom upp um til­felli af berkl­um hér á landi er til skoðunar hvort um sé að ræða fjölónæma berkla, en þetta segir Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir.

Þórólfur ger­ir ráð fyr­ir að senda þurfi sýni til út fyrir landsteinana til að staðfesta grein­ing­una; en hingað til er aðeins vitað um eitt til­felli.

„Það er bara í skoðun. Þetta er það sem hef­ur verið bent á, þegar það kem­ur meiri flótta­manna­straum­ur eins og núna und­an­farið, þá er þetta eitt­hvað sem við get­um bú­ist við að sjá og það er til­felli til skoðunar,“ segir Þórólfur í stuttu spjalli við mbl.is.

Hann bætir við að það sé ekki nýtt að berkla­smit grein­ist hér á landi í seinni tíð; hefur það gerst nokkuð reglu­lega síðustu árin.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Auðvitað er það erfiðara þegar það eru að grein­ast svona fjölónæm­ir berkl­ar og það er það sem er í skoðun; það er bara verið að gera alla réttu hlut­ina í kring­um það.“

Ekki er auðvelt að eiga við fjölónæm­a berkl­a; þeir eru ónæm­ir fyr­ir hefðbundn­um berkla­lyfj­um og eru stigvax­andi vanda­mál um heim allan og hér er um að ræða afar al­var­leg­an sjúk­dóm sem erfitt og kostnaðarsamt er að meðhöndla.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: