- Advertisement -

Grundvöllurinn er sorglegt nýfrjálshyggjukaftæði

Breytingarkraftur stjórnmálanna er ekki inn á þingi

Gunnar Smári skrifar:

Hálfhjákátlegt að hlusta á hægri miðjuna í íslenskum stjórnmálum, Framsókn, Viðreisn og Samfylkinguna, stilla sig saman í Vikulokunum á Rás eitt. Ekki bara að forysta þessara flokka, sem eru samanlagt með 20 þingmenn samkvæmt nýjustu könnun MMR, tali af alvöru um að hún hafi stöðu til að velja (hið rétta er að allt eru þetta flokkar sem lifa og starfa eftir því að hoppa upp í þá vagna sem bjóðast hverju sinni) heldur er grundvöllurinn sorglegt nýfrjálshyggjukaftæði; um að leiðin úr úr fátækt og valdaleysi sé menntun (sem er svikaleið, fátækt og valdaleysi er ekki persónulegur vandi heldur félagslegar afleiðingar ógnarvalds og ógnarauðs hinna fáu).

Breytingarkraftur stjórnmálanna er ekki inn á þingi, þaðan er ekki að vænta neins skilnings á samfélaginu og vanda þess. Og svo það sé sagt; þá mun endurnýjun stjórnmálanna ekki verða með því að fleiri sérfræðingar bjóði sig fram til starfa innan flokka sem hingað til hafa stillt fram sérfræðingum til að leysa vandann fyrir okkur. Breytingarafl stjórnmálanna kemur fram í þeim hópum sem hingað til hafa ekki tilheyrt stjórnmálavettvanginum, myndast í baráttu þeirra fyrir jöfnuði og springur fram í kröfum þeirra um réttlátt samfélag.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: