- Advertisement -

„Gróft fjár­hags­legt of­beldi“ í boði Alþingis

„Það voru samþykkt lög frá Alþingi í vor um að þeir sem urðu fyr­ir bú­setu­skerðing­um í al­manna­trygg­inga­kerf­inu fengju bara 90% af lág­marks­líf­eyri frá Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins. Bara 90% af líf­eyri sem er und­ir fá­tækt­ar­mörk­um og ef þeir fengju krónu meira ann­ars staðar frá þá yrði þeim refsað „krónu á móti krónu“.“

Það er Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, sem upplýsir okkur um þetta í nýrri Moggagrein.

Er þetta raunverulega svo?

„Já, það er verið að taka aft­ur upp hina fá­rán­leg­ustu af öll­um skerðing­um á Íslandi, krónu á móti krónu skerðingu, sem er ekk­ert annað en gróft fjár­hags­legt of­beldi.“

Guðmundur Ingi bendir á: „En það kost­ar ríkið tug­millj­ón­um króna meira í út­gjöld­um að skerða um þessi 10%. Já, ríkið myndi spara millj­ón­ir króna á því að borga 100% í stað 90% og spurn­ing­in er hvers vegna í ósköp­un­um er verið að gera þetta svona? Hvað er að hjá rík­is­stjórn sem spar­ar eyr­inn og hend­ir krón­unni og það til að festa fólki í sárri fá­tækt?“

Hér er fjallað um fátækasta fólkið, ekki rétt? Hvernig vegnar fólkinu?

„Ef eldri borg­ari á ekki fyr­ir hús­næði eða mat á lág­marks­fram­færslu í al­manna­trygg­inga­kerf­inu í dag, hvernig í ósköp­un­um á hann að fara að því að lifa á 90% af þeirri fram­færslu? Þess­ari spurn­ingu verða þeir að svara sem komu þessu mann­vonsku­kerfi á.“

Guðmundur Ingi segir: „Rík­is­stjórn­in tal­ar nú í seinni bylgju af Covid-19 far­aldr­in­um um að viðhalda nú­ver­andi stöðu og verja hana. Fjár­málaráðherra tal­ar um að verja kaup­mátt­inn og er ánægður með launaþró­un­ina frá 2016-2020, þar sem launa­vísi­tal­an hækkaði um 24%, en vísi­tala neyslu­verðs hækkaði um 10%.

Þetta þýðir að þá sem reyna að lifa á lægstu líf­eyr­is­laun­um frá Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins vant­ar 14% hækk­un á sinn líf­eyri fyr­ir sama tíma­bil og hafa ekki fengið krónu í auk­inn kaup­mátt, held­ur orðið að stór­herða sultaról­ina.“

Og hvað?

„Þá verða þess­ir líf­eyr­is­launþegar, sem eru verst setta fólk á Íslandi í dag, að herða sultaról­ina enn frek­ar, þar sem verðlag mat­væla hef­ur stór­hækkað vegna geng­is ís­lensku krón­unn­ar. Þá er ótal­inn kostnaður vegna grímu­kaupa og fleira, sem hef­ur hækkað upp úr öllu valdi. Nei, fyr­ir veikt fólk og þá eldri borg­ara sem verst hafa það skal allt vera óbreytt næsta árið og þegar kosn­ing­ar verða næsta haust get­ur rík­is­stjórn­in stolt dregið fram gömlu kosn­ingalof­orðin aft­ur og lofað þeim betri tíð með blóm í haga.“

En Flokk­ur fólks­ins mun halda áfram að berj­ast með öll­um ráðum gegn öll­um áform­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar á þingi um að viðhalda sárri fá­tækt í ís­lensku þjóðfé­lagi, sem er henni til há­bor­inn­ar skamm­ar, um það þarf eng­inn að ef­ast.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: