- Advertisement -

Gróf svik ríkisstjórnar Íslands

Búið er að svíkja hvern launamann um 3,6 milljónir.

Vilhjálmur Birgisson skrifar:

Ég tel mjög mikilvægt að rifja upp ótrúlega gróf svik ríkisstjórnarinnar við verkalýðshreyfinguna sem gert var samhliða kjarasamningum í febrúar árið 2008 en í þessari yfirlýsingu frá ríkisstjórninni kom m.a. eftirfarandi fram:

„Persónuafsláttur hækki um 7 þúsund krónur á næstu þremur árum, umfram almenna verðuppfærslu. Árið 2009 hækkar hann um 2.000 krónur, árið 2010 um 2.000 krónur og árið 2011 um 3.000 krónur“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Takið eftir þetta var innlegg stjórnvalda til að liðka fyrir kjarasamningum árið 2008, en það sem gerðist síðan var að fyrrverandi ríkisstjórn svik verkalýðshreyfinguna herfilega og allt launafólk með því að taka út verðtryggingu persónuafsláttar frá og með 1. janúar 2010 og 3000 króna hækkunin sem átti að koma einnig til viðbótar verðuppfærslu var felld niður.

En hvað þýðir þetta fyrir launafólk? Jú þetta þýðir að persónuafslátturinn ætti að vera í dag ef verkalýðshreyfingin hefði ekki verið svikin 65.375 krónur en ekki 56.447 eins og hann er í dag.

Þetta þýðir líka að verið er að hafa af launafólki 8.928 krónur í hverjum mánuði vegna þessara svika eða sem nemur 107.136 þúsundum króna á ársgrundvelli.

Frá janúar 2010 má segja að búið sé að svíkja hvern launamann um 3,6 milljónir vegna þess að ekki var staðið við undirritað samkomulag stjórnvalda við verkalýðshreyfinguna!

Já hugsið ykkur við í verkalýðshreyfingunni gerðum samkomulag við stjórnvöld en vorum illilega svikin og hefur engu verið skilað til baka af þessu samkomulagi.

Ég vil minna alla á að það kom alls ekki til greina á þessum árum að taka verðtryggingu fjárskuldbindinga heimilanna úr sambandi því það átti að kosta fjármálakerfið 250 milljarða, en ekkert mál að svíkja launafólk illilega og gróflega með því að taka verðtryggingu persónuafsláttarins úr sambandi árin 2010 til 2012.

Hugsið ykkur líka að verkalýðshreyfingin var svikin miskunnarlaust, enda ætti persónuafslátturinn að vera 65.375 en ekki 56.447 krónur eins og hann er í dag og svo koma stjórnvöld núna og eru gapandi yfir því að við skulum ekki vera ánægð með að lækka eigi skatta um 6.750 krónu á þriggja ára tímabili eða nánar tilgetið um 2.250 krónur ári.

Hvernig væri nú að byrja á því að skila þessum tæpum 9.000 krónum sem stjórnvöld sviku verkalýðshreyfinguna um árið 2009 væri það ekki ágætis innlegg til að liðka fyrir kjarasamningum?

Sjá samkomulagið við stjórnvöld frá febrúar 2008 með því að smella á linkinn hér að neðan.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: