- Advertisement -

GRÓF RITSKOÐUN KÚGUN OG VALDBEITING!

Björgvin Guðmundsson skrifar enn um spillingu á Íslandi:

Íslendingar tala gjarnan um það á hátíðarstundum, að hér sé mikið frelsi og lýðræði. En þegar grannt er skoðað er svo ekki. Hér er skrumskæling á lýðræðinu. T.d. er hér gróf ritskoðun en ritfrelsi er einmitt einn aðal máttarstólpi lýðræðisins.

Þegar eldri borgari nánast einn síns liðs setti í gang undirskriftasöfnun fyrir bættum kjörum aldraðra og öryrkja var reynt að þagga undirskriftasöfnunina niður. Margir fjölmiðlar beittu grófri ritskoðun gegn undirskriftasöfnuninni en ekki allir: Útvarp Saga tók stórt viðtal við fulltrúa söfnunarinnar og á síðasta degi hennar tók Mbl stórt viðtal við upphafsmann söfnunarinnar. Það var betra en ekki en nokkuð seint. Aðrir fjölmiðlar „brugðust“.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Vinnubrögð valdhafa gagnvart öryrkjum og ÖBÍ í krónu móti krónu málinu er spilling á hæsta stigi. Þar er um að ræða grófa kúgun og valdbeitingu gegn öryrkjum,sem minnir helst á slík vinnubrögð ógnarstjórna kommúnista í A-Evrópu. Loforð frá árslokum 2016 um að afnema ætti krónu móti krónu skerðingu öryrkja er svikið mánuð eftir mánuð og ár eftir ár. Öryrkjar eru beittir kúgun og valdbeitingu og þeim sagt, að þeir fái ekki kjarabætur (afnám skerðingar) nema þeir samþykki starfsgetumat.

„ÖBÍ hefur staðist þessa kúgun fram til þessa en margt bendir til þess, að öryrkjar séu að brotna. Það stenst enginn slík vinnubrögð ógnarstjórnar til lengdar.“

ÖBÍ hefur staðist þessa kúgun fram til þessa en margt bendir til þess, að öryrkjar séu að brotna. Það stenst enginn slík vinnubrögð ógnarstjórnar til lengdar. Stjórnvöld, flokkarnir 3, sem standa að stjórninni hafa stanslaust reynt að „versla“ við öryrkja, jafnvel boðið þeim peninga, 4 milljarða, sem skornir voru niður í 2,9 milljarða. Það á með góðu eða illu að troða starfsgetumati á öryrkja og það virðist ekki skipta stjórnvöld neinu máli þó það sé verið að skerða kjör öryrkja um marga milljarða á meðan þessi valdbeiting og kúgun á sér stað. Ætla stjórnvöld að bæta öryrkjum þennan skaða?

Spillingarmálin eru fleiri. Valdamesti maður stjórnarinnar er flæktur í mörg spillingarmál en það virðist ekki há honum í pólitíkinni. Ekki stendur á öðrum flokkum að lyfta honum til valda þrátt fyrir spillingarmálin. Mönnum er í fersku minni, þegar Stundin greindi frá fjármálum þessa stjórnmálamanns í Glitni banka. Stjórnmálamaðurinn gerði sér þá lítið fyrir og lét stöðva umfjöllun Stundarinnar, setti lögbann á hana! Dómstólar úrskurðuðu lögbannið óheimilt (stríða gegn lögum) en þurfti stjórnmálamaðurinn að sæta nokkurri ábyrgð. Nei ekki aldeilis ekki.

„Valdamesti maður stjórnarinnar er flæktur í mörg spillingarmál en það virðist ekki há honum í pólitíkinni. Ekki stendur á öðrum flokkum að lyfta honum til valda þrátt fyrir spillingarmálin.“

Annað stórt hneykslismál felldi ríkisstjórn þessa stjórnmálamanns: Uppreist æru málið. Ríkisstjórn hans sprakk 8 mánuðum eftir að hún var mynduð vegna alvarlegs trúnaðarbrests í stjórninni. Alvarlegur trúnaðarbrestur varð milli Bjartrar framtíðar og forsætisráðherrans. Aðdragandinn var þessi: 16. sept 2016 fengu 2 barnaníðingar uppreist æru hjá dómsmálaráðherra (Sigríði). Níðingarnir voru þessir Hjalti Sigurjón Hauksson og Robert Downey. Hjalti var dæmdur 2004 fyrir að misnota stjúpdóttur sína nánast daglega í 12 ár. Ógeðslegt mál. Fékk 5 1/2 árs fangelsisdóm. Benedikt Sveinsson, faðir forsætisráðherrans skrifaði meðmæli með því að Hjalti fengi uppreist æru. Dómsmálaráðherra samþykkti það. Forsætisráðherra hélt þessu máli leyndu fyrir samstarfsflokkunum í ríkisstjórninni. Það felldi stjórnina. En það felldi ekki valdamesta stjórnmálamann Íslands. Honum var lyft í valdastóla á ný þrátt fyrir hneykslismálin. Þannig er spillingin á Íslandi, meiri en í nokkru öðru landi V-Evrópu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: