Gróf árás á lægst launaðasta fólkið
Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar:
Ég bið ykkur kæra fólk, að lesa þessa grein sem ég var að birta. Í henni fer ég yfir þær fölsku forsendur sem SA setja nú fram í tilraun sinni til að losna undan samningsbundnum launahækkunum. Jafnframt bendi ég að sá ófriður sem SA efnir nú til er ekkert annað gróf árás á lægst launaðasta fólkið á íslenskum vinnumarkaði, þau sem vinna á töxtum og fá engar yfirborganir. Fólkið sem samkvæmt öllum opinberum framfærsluviðmiðum hefur ekki nóg til að sjá fyrir sér og sínum. Fólkið sem sannarlega er ofur-arðrænt á íslenskum vinnumarkaði, fólkið sem við höfum barist fyrir, fólkið sem risið upp, farið í verkföll og krafist þess að fá að lifa með sæmd.
Ég trúi því að ef við stöndum saman getum við hrundið þessari árás auðstéttarinnar. Og ég trúi því að sjaldan eða aldrei hefur verið meiri þörf á því að senda skýr skilaboð um hvar við drögum línuna í sandinn.
„Ég mótmæli því að látið sé sem launakostnaður fyrirtækja sé skilgreindur af kjörum hinna lægst launuðu og ég fordæmi að Samtök atvinnulífsins ætli sér að velta enn frekari byrðum af yfirstandandi kreppu í ferðaþjónustunni yfir á láglaunafólk í öðrum geirum þar sem engin kreppa er. Samtökum atvinnulífsins væri nær að hvetja til skynsamlegrar endurúthlutunar tekna og eigna hjá þeim ríkustu 10% landsmanna sem í dag eiga 56% hreinna eigna þjóðarinnar. Jafnvel gætu þau beitt sér fyrir því að milljarðarnir sem faldir eru á aflandseyjum renni til íslensks samfélags, en framkvæmdastjóri SA er afar hnugginn yfir því að milljarðar séu „horfnir úr hagkerfinu“ sökum kórónaveirukreppunar.“