- Advertisement -

Grobbhanarnir á Alþingi

Það er ekki fyrir hvern sem er að hlusta á stjórnarliða, suma hverja, ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Grobbið er nánast að gera út af við fólkið.

Heldur þetta fólk virkilega að ríkisstjórnin hafi skapað þá peninga sem eru til skipta í samfélaginu? Að fólkið hafi bara hvergi komið nærri? Þingmenn, einsog til dæmis Njáll Trausti Friðbertsson, þakkar ríkisstjórninni alfarið bættan efnahag.

Eðlilega eru meiri peningar til skiptanna og eðlilega er settir peningar í heilbrigðiskerfi, menntakerfi og hvað eina. Það er aumt að grobbast af slíku. Svo sjálfsagt er það. Og það þarf að gera miklu, miklu betur.

Hitt er annað og verra. Hvert sem við lítum sjáum við misskiptingu og misrétti. Við sjáum líka aðgerðarleysi, máttleysi eða viljaleysi ríkisstjórnarinnar til að gera betur. Meðal okkar er nefnilega fólk sem lifir í neyð.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Með nauðhemlun var komið í veg fyrir að helsta auðvaldi landsins yrðu færðir þrír milljarðar og ekkert gengur að koma skikk á ferðaþjónustu og tekjuöflunina þar.

Í stað þess að grobbast að því minnsta sem hægt er að gera, væri nær að þeir þingmenn sem þannig tala og lifa, litu í spegil og skömmuðust sín.

Sigurjón M. Egilsson.

 

 

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: