- Advertisement -

Grímulaus hagsmunagæsla Sjálfstæðisflokksins

Ofan á þetta bætist sú staðreynd að ríkisstjórnin hætti við áform sín um að taka fyrsta skref í átt til gjaldtöku við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2023.

Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Þórunn Sveinbjarnardóttir.

„Úr skýrslunni má einnig lesa einbeittan vilja fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins til þess að aðlaga lagasetningu og reglugerðir að óskum rekstraraðila og lobbíista frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Samkrull Sjálfstæðisflokksins og útgerðarinnar virðist vera fast í íslenskum stjórnmálum og hagsmunagæsla flokksins fyrir hönd rekstraraðilanna er grímulaus. Það er í sjálfu sér ekki við fyrirtækin að sakast því þau fara eins langt og lög og reglur leyfa þeim. En það er algerlega óviðunandi að ráðuneyti og stofnanir þess sinni ekki þeirri skyldu sinni að innleiða löggjöf með fullnægjandi hætti og láti undir höfuð leggjast að afla fjár til eftirlits og nauðsynlegra rannsókna. Um það fjallar stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar,“ segir í nýrri grein Þórunnar Sveinbjarnadóttur Samfylkingu um sótsvartar staðreyndir um íslensk stjórnmál og fiskeldið.

Skoðum grein Þórunnar aðeins betur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Sveitastjórnarfólk í héraði segir fátt koma á óvart í skýrslunni. Það hafi oft vakið athygli á losaralegri stjórnsýslu og tilfinnanlegum skorti á eftirliti með sjókvíaeldinu. Einnig hefur margsinnis verið bent á að sveitarfélög hafi litlar beinar tekjur af starfseminni. Ofan á þetta bætist sú staðreynd að ríkisstjórnin hætti við áform sín um að taka fyrsta skref í átt til gjaldtöku við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2023. Úthlutun sameiginlegra gæða án endurgjalds er því miður reglan hér á landi og í sjókvíaeldinu hafa ráðherrar hvorki nýtt heimildir í lögum til gjaldtöku á atvinnugreinina né til að þess að bjóða út eldissvæðin. En gæðanna njóta án nokkurs vafa norsku fiskeldisrisarnir þrír sem hér starfa.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: