- Advertisement -

Grímsey þarf landhelgi

Auðveldasta leiðin til þess að bjarga byggðinni í Grímsey er að leyfa þeim sem þar búa að fá að nýta 12 mílna hafsvæði út frá eynni og þá mætti þess vegna binda veiðarnar við krókaveiðar.

Sigurjón Þórðarson.

Sigurjón Þórðarson, varaþingmaður Flokks fólksins, skrifar:

Byggðamál Grímseyingar þurfa að fá að nýta nálæg fiskimið, en með því er byggðinni borgið. Úthlutun á byggðakvóta Byggðastofnunar er í raun deyfing og uppspretta spillingar vítt og breitt um landið. Ljót dæmi eru einnig um að úthlutun á því sem kallað hefur verið almenni byggðakvóti sé afskræming á byggðaaðgerðum þar sem stórfyrirtæki á borð FISK Seafood hafa sótt með óbilgjörnum hætti í þær veiðiheimildir.  

Það er löngu orðið tímabært að horfast í augu við að núverandi stjórn fiskveiða hefur snúist upp í andhverfu sína m.a. leitt til byggðaröskunar og minni afla í öllum fisktegundum sem hafa verið kvótasettar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auðveldasta leiðin til þess að bjarga byggðinni í Grímsey er að leyfa þeim sem þar búa að fá að nýta 12 mílna hafsvæði út frá eynni og þá mætti þess vegna binda veiðarnar við krókaveiðar.

Það er ekki nokkur lifandi leið að færa fyrir því rök að örlítill sveigjanleiki með takmörkuðum veiðum á afmörkuðu hafsvæði í útjaðri landhelginnar hefði nokkur áhrif á vöxt og viðgang nytjastofna, nema þá aðeins til hins betra.

Það sem er beinlínis klikkað að það er líklega aðeins Flokkur Ingu Sælands á Alþingi sem væri tilbúinn að styðja svo sjálfsagðar aðgerðir sem ekkert kosta – Vonandi fara fleiri að opna augun.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: