- Advertisement -

Grimmilegt áróðursstríð sem er sérstaklega hatrammt í Bandaríkjunum

Kristinn Hrafnsson:

Ástæðan var ekki sú að fræðilegir vankantar væru á þessari akademísku umfjöllun heldur ótti, ótti við að niðurstaðan í greininni myndi leiða til refsiaðgerða.

Árásir á alla sem gagnrýna framferði stjórnvalda í Ísrael gagnvart Palestínumönnum á Gaza fara harðnandi og teygja anga sína inn í alla kima samfélagsins. Þetta er grimmilegt áróðursstríð sem er sérstaklega hatrammt í Bandaríkjunum.

Háskólasamfélagið er ekki undanskilið. Í gær birtist einn makalaus angi af þessu stríði þegar The Nation birti grein eftir Rabea Eghbariah sem hann var upphaflega beðinn um að skrifa fyrir hið virðulega Harvard Law Review.

Efnistökin voru að meta fræðilega hvort hugtakið þjóðarmorð (e. genocide) næði yfir atburði liðinna vikna á Gaza. Rabea ritaði greinina, hún fór í gegnum alla hefðbundna skoðun og var tilbúin til birtingar þegar gripið var í taumana og greininni slátrað. Ástæðan var ekki sú að fræðilegir vankantar væru á þessari akademísku umfjöllun heldur ótti, ótti við að niðurstaðan í greininni myndi leiða til refsiaðgerða.

Rabea mátar aðgerðir, staðreyndir og yfirlýsingar Ísraelskra ráðamanna við skilgreiningarramma Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um þjóðarmorð (UN Genocide Convention) og kemst að niðurstöðu sem er valdaöflunum ekki hugnanleg.

Greinin er það áhugaverð að ég hvet einhvern til að þýða hana og birta.

https://www.thenation.com/article/archive/harvard-law-review-gaza-israel-genocide/?fbclid=IwAR2BjyOBW-DkF2B-ulWoYuVXDEgwefZgUXCL7hR6dao_ttKv2ouaJrxA5Sc

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: