- Advertisement -

Grey fólkið í meirihlutanum

Gunnar Smári skrifar:

Eftir Silfrið velti ég því fyrir mér meirihlutinn í borginni trúi því virkilega að hann sé að verja láglaunafólkið með því að hafna kröfum þess. Minnir svolítið á foreldra sem segja: Þú hatar mig kannski í dag fyrir að banna þér að fara á Þjóðhátíð, en þú munt átta þig á því seinna að tólf ára stúlkur eiga ekkert erindi þangað. Skilaboð meirihlutans til láglaunafólksins er: Það pirrrar ykkur kannski að við hlustum ekki einu sinni á kröfur ykkar, en þegar þið vitkist munu þið átta ykkur á að við erum að gera það sem er ykkur fyrir bestu. Þetta er einskonar sambland af elítu-hroka og white-man’s-burden-afstöðu hinna betur settu gagnvart fátæku fólki; dæs, hvað allt færi fljótt til fjandans ef við litum ekki eftir þessum vesalingum.

Grey fólkið í meirihlutanum virðist halda að svokallaðir lífskjarasamningar hafi verið gerðir til að vernda hina miskunnarlausu láglaunastefnu Reykjavíkurborg.

Samandregið þá fjallaði Silfrið og Sprengisandur annars um að hinn lýðræðislegi vettvangur, þau tæki sem almenningur hefur til að móta samfélagið, ætti ekki að koma að kjaramálum, ekki að raforkusölu, ekki að atvinnuuppbyggingu, ekki að rekstri banka og helst ekki að neinu. Þegar búið er að jöfra þetta allt niður samkvæmt lögmálum nýfrjálshyggjunnar trúir stjórnmálafólkið og álitsgjafarnir því að allt skuli þetta vella áfram eins og upptrekkt spiladós. Og skiptir þá engu þótt þetta gangi allt gegn hagsmunum almennings.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: