- Advertisement -

Greiða gæluverkefnin með lánum

Það undirstrikar mat markaðarins á sterkri stöðu borgarinnar og ábyrgri fjármálastjórn.

„Ástæða er til að fagna hagstæðum kjörum í þessu mikilvæga skuldabréfaútboði eða 2,99% vextir, óverðtryggt. Það undirstrikar mat markaðarins á sterkri stöðu borgarinnar og ábyrgri fjármálastjórn. Þetta er mikilvægt í ljósi þeirra stóru verkefna sem framundan er í fjármálum borgarinnar,“ bókuðu hróðugir borgarráðsfulltrúar meirihlutaflokkanna.

Borgarsjóður tekur nú meira en tvo og hálfan milljarð af láni.

Vigdísi Hauksdóttur Miðflokki var ekki skemmt: „Borgarstjóri er óspar á að senda frá sér fréttatilkynningar sem snúa að góðum rekstri borgarinnar og miklum rekstrarafgangi. Það skýtur því skökku við að skuldsetja eigi borgina enn meira. Skuldir A-hluta eru nú þegar yfir 100 milljarðar og samstæðunnar allrar rúmir 300 milljarðar. Augljóst er að rekstur borgarinnar er löngu orðinn óarðbær og svar meirihlutans er meiri skuldsetning í stað sparnaðar og hagræðingar. Enginn vilji er til þess að fara að tillögu borgarfulltrúa Miðflokksins um að hagræða í rekstri og forgangsraða verkefnum í þá veru að skilgreina hver eru lögbundin verkefni og grunnþjónusta. Þess í stað er efst á forgangslista meirihlutans gæluverkefni sem drifin eru áfram með lánum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: