„Á Íslandi eru ekki ennþá í gildi lög um keðjuábyrgð og því má vera að einhver fyrirtæki freistist til að ráða þessa erlendu undirverktaka en fyrir mér er það eins og að pissa í skóinn sinn í köldu veðri, það er heitt fyrst, kólnar svo og síðan frýs allt og drep kemst í fótinn. Því höfum við hjá Gray Line ítrekað hafnað svona tilboðum um ódýra leigu á bíl með bílstjóra.“
Þannig skrifar Þórir Garðarsson, stjórnarformaður fyrirtækisins, á Facebook. Tilefnið er þessi frétt í Fréttatímanum. „Þetta er staðreynd þegar félagsleg undirboð eiga sér stað, skyndigróði og svo eyðileggst markaðurinn á eftir. Það sem kemur mest á óvart er hversu lélegt eftirlitið er og óskilvirkt, það er svona eggjalykt af málinu og menn benda hver á annan, tollurinn, skatturinn, lögreglan og Samgöngustofa,“ skrifar Þórir.