- Advertisement -

Grátkórinn með sína sígildu lummu

Stjórnendur fyrirtækja innan Samtaka atvinnulífsins eru þeirrar skoðunar, margir hverjir, að hér sé allt að fara fjandans til og ekkert verra geti gerst hjá þjóðinni en að lægst launaða fólkið fái leiðréttingu á sínum lágum launum.

„54% stjórn­enda stærstu fyr­ir­tækja lands­ins telja að aðstæður í at­vinnu­líf­inu versni á næstu sex mánuðum og aðeins 4% að þær batni. Þetta kem­ur fram í könn­un Sam­taka at­vinnu­lífs­ins meðal stjórn­enda 400 stærstu fyr­ir­tækja lands­ins, sem reglu­lega er fram­kvæmd.“

Þetta segir í frétt Moggans í dag. Fréttin er löng og fyrirséð nú í aðdraganda kjarasamninga. Ekki er vitað hversu margir hlusta á grátkórinn, en hinn falski söngur heyrist varla mikið út fyrir B35.

Ef viðbrögð þeirra verða þessi er víst að þeir sem þar ráða för vísa þjóðfélaginu í hörð átök í vetur. Þau fyrirtæki sem ekki treysta sér að leiðrétta lægstu laun geta varla talist mikils virði.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: