- Advertisement -

Grandi og góðmennskan

- útgerðinni virðist um megn að réttlæta framgöngu sína og ákvarðanir.

 

Það á ekki, og jafnvel má ekki, bera það á borð Íslendinga að HB Grandi hafi byggt fiskiðjuver á Vopnafirði af góðmennskunni einni saman. Þá fullyrðingu má lesa úr ræðu, Jens Garðar Helgason, formanns Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem hann flutti á aðalfundi samtakanna.

Hann réttlætir uppsagnirnar á Akranesi og segir að þar í bæ hafi HB Grandi fækkað starfsfólki úr 270 í 185.

Í réttlætingunni tók formaður annað dæmi: „Akra­nes er 6.800 manna sam­fé­lag í hálf­tíma akstri frá Reykja­vík.  Á sama tíma hef­ur HB Grandi fjár­fest fyr­ir 10 millj­arða í at­vinnu­tækj­um og kvóta til að styrkja 600 manna byggðarlag aust­ur á fjörðum. 10 millj­arðar sem hafa tryggt starfs­ör­yggi og byggðafestu Vopna­fjarðar til framtíðar.  Sam­fé­lag sem er tíu sinn­um minna en Akra­nes í 700 km fjar­lægð frá Reykja­vík.  Það að halda því fram að stefna HB Granda sé ekki sam­fé­lags­lega ábyrg er í einu orði gal­in.”

Þú gætir haft áhuga á þessum

Við þessi orð er ýmsilegt að athuga. HB í nafni Granda stendur fyrir Haraldur Böðvarsson og co. Haraldur Böðvarsson hefur starfað á Akranesi í nokkuð lengur en eina öld. Akurnesingum þykir þeir því eiga ríka kröfu til að vera þátttakendur í því sem HB Grandi gerir.

Allt sem HB Grandi hefur byggt upp á Vopnafirði snýst aðeins um eitt, eigin afkomu. Að láta sem annað ráði för er ekki rétt. Þarf nokkuð að efast um að ef aðstæður verður aðrar og HB Grandi sér meiri gróðavon annarsstaðar, þá bara fer hann frá Vopnafirði?

HB Grandi er ekki rekinn út frá tilfinningum. Hörðustu viðskipti ráða för. Oft virðist gleymist að bak við þetta allt saman er fólk, fólk sem er ýtt í mikil vandræði þegar hægt er að kippa grundvelli undan byggðunum. Með einni ákvörðun oft fjarstaddra manna.

Útgvegsmenn verða, viðkvæmrar stöðu sinnar vegna, að nálgast eigendur auðlindarinnar með mátulegri virðingu. Ekki með yfirlæti og hroka. Sem því miður er siður of margra.

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: