Fréttir

Grandi hækkar laun á Akranesi

By Miðjan

June 02, 2017

HB Grandi og Verkalýðsfélag Akraness hafa skrifað undir nýjan kjarasamning sem nær til starfamanna í fiskimjölsverksmiðju Granda á Akranesi. Samningurinn gildir tvö ár og hækka launin um rúm tíu prósent, eða um rúm 43 þúsund á mánuði.

Laun starfsmanna verða þá frá 365 þúsundum á mánuði og hæst verða þau rúm 500 þúsund á mánuði, fyrir 173 klukkustunda vinnu.

Samningurinn verður kynntur í dag.