„Græni dregillinn“ er nýlegt samstarfsverkefni okkar og Íslandsstofu um að bæta þjónustu við græn fjárfestingarverkefni og straumlínulaga ferli þeirra. Íslandsstofa hefur átt gott og árangursríkt samtal við atvinnuþróunarfélög og fleiri hagsmunaaðila víða um land og verið mjög vel tekið.
Þetta er hluti af grein sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins skrifar í Mogga morgundagsins.
„Einn angi af verkefninu er samstarf við hagsmunaaðila á Bakka um að skoða tækifæri Íslands til að þróa græna iðngarða, eins og þekkjast erlendis. Afurðin úr þeirri vinnu mun ekki eingöngu nýtast því svæði heldur öllum landshlutum. Slík tækifæri blasa víða við, til að mynda á Grundartanga þar sem við höfum fjárfest í vinnu sem miðar að því.“
Má vera að hún sé að tala um Bakka við Húsavík? Eða er hún undir áhrifum frá Bakka í Svarfaðardal?