- Advertisement -

Græðgin hefur heltekið bankana

…bíða eftir að læsa klónum enn og aftur í varnarlausan almenning.

Vilhjálmur Birgisson skrifar:

Fékk tölvupóst frá manni sem er að nýta sér úrræði um tímabundna frystingu á láni sem hann er með hjá Íslandsbanka, en viti menn græðgi Íslandsbanka er algjört ef satt er, því hann þarf að greiða 11.500 krónur við að láta frysta lánið í þrjá mánuði eða svo.

Nú er ég að setja þetta hér fram og kalla eftir því hvort þetta sé virkilega svona að fjármálakerfið ætli sér enn og aftur að misnota sér neyð almennings við fordæmalausar aðstæður sem það ræður ekkert við. Aðstæður þar sem þúsundir launafólks á hættu að missa lífsviðurværi sitt og þúsundir sem þurfa að taka á sig skert starfshlutfall.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég veit að nú þegar hafa upp undir 2000 einstaklingar óskað eftir frystingu á lánum sínum tímabundið vegna þessa ástands og spurning eru allar fjármálastofnanir að rukka sína viðskiptavini um 11.500 kr. fyrir það eitt að frystalánið tímabundið?

Viðbót við þessa færslu: Var að fá annan póst og gögn frá öðrum manni þar sem fram að kostnaður við að frysta húsnæðislán í 3 mánuði sé 30.000 krónur kallað „skjalagjald“ en hér erum um að ræða Arion banka.

Önnur viðbót við þessa færslu: Arion banki var að hafa samband við manninn sem var gert að greiða skjalagjald uppá 30.000 kr. og honum var tilkynnt að búið sé að lækka þetta gjald niður í 15.000 kr.

Það er þá orðið ljóst að enn og aftur hefur græðgin heltekið fjármálakerfið og mér sýnist sem hrægammarnir í bankakerfinu séu búnir að hefja sig aftur til flugs og bíða eftir að læsa klónum enn og aftur í varnarlausan almenning.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: