Gráðugir ríkisforstjórar fá launahækkanir
Launahækkun forstjóra Landsvirkjunar slær öllu öðru við. „Spillingin er á hæsta stigi.“
Á síðasta ári hækkuðu laun forstjóra Landsvirkjunar í 3,3 millj. á mánuði. Hækkunin nam 1.100 þúsund eða 58%! Þetta er mjög gróf hækkun og lýsir mikilli græðgi. Til samanburðar má nefna, að laun ráðherra eru 1,9 millj á mánuði og laun forsætisráðherra 2 millj. á mánuði.
Landsvirkjun er ríkisfyrirtæki og því ættu laun þar að vera í samræmi við laun ríkisstarfsmanna. En enda þótt laun ríkisstarfsmanna hafi hækkað og séu orðin þokkalega og laun yfirmanna hjá ríkinu mjög góð dugar það ekki forstjóra Landsvirkjunar.
Hann hefur raunar góða aðstoðarmenn til þess að hækka laun sín. Formaður stjórnar Landsvirkjunar er sá sami og er formaður Kjararáðs. Það er stjórn Landsvirkjunar, sem hækkar laun forstjórans. En jafnframt lét stjórn Landsvirkjunar það vera sitt fyrsta verk að hækka eigin laun ríflega. Spillingin er á hæsta stigi.
Laun bankastjóra Landsbankans, sem einnig er ríkisfyrirtæki voru líka hækkuð ríflega á síðasta ári eða upp í forætisráðherralaun. Það eru engin takmörk fyrir græðginni.
Mér hafa fundist launahækkanir ráðherra og þingmanna miklar. Ráðherrar í 1,9 millj., forsætis í 2 millj. en hækkun forstjóra Landsvirkjunar slær þessu við með hækkun í 3,2 mill kr. á mánuði.
Björgvin Guðmundsson.