- Advertisement -

Gráa blokkin myndar kosningabandalag

Gunnar Smári skrifar:

Þau sem hafa óskað eftir skýrum valkostum í kosningum eru kannski að fá þá ósk uppfyllta; að flokkar gangi bundnir til kosninga. Við fáum reyndar ekki rauða og bláa blokk, eins og tíðkast á Norðurlöndunum, heldur eina gráa blokk ríkisstjórnarflokkanna, sem virðast ætla að ganga til kosninga með loforði um áframhaldandi samstarf að þeim loknum.

Og ef þessir flokkar ná ekki meirihluta má reikna með að bæði Viðreisn og Miðflokkur vilji ganga inn í þetta samstarf. Kannski verður gráa blokkin eins og meirihlutinn í borginni, sem er felldur í hverjum kosningum en gleypir þá aðeins nýjan flokk til að halda sér við völd. Ekki beint kræsileg framtíðarsýn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: