Fréttir

Götubitinn fær þrjár milljónir

By Miðjan

March 02, 2020

Reykjavík ver talsvert miklum peningum til ýmissa styrkja. Gróður fyrir fólk fær nú mest, fjórar milljónir. Kannski er eftirtektarverðast að Götubitinn fær þrjár milljónir til að standa að götubitasölu á Miðbakka.

Velta má vöngum yfir hvað veitingamönnum í næsta nágrenni kann að þykja um þetta. Þeir verða að vera með ótal leyfi, uppfylla allskyns skilyrði og fleira. Annað gildir um götubitana.

Að venju greip Vigdís Hauksdóttir til andmæla:

„Styrkveitingar borgarráðs og annarra ráða hjá Reykjavíkurborg eru mjög ógagnsæjar og mikil hætta er á að ekki sé gætt jafnræðis við úthlutun fjármagns. Það fyrirkomulag að veita „skyndistyrki“ til verkefna eða einstaklinga án ítarlegs rökstuðnings er gjörsamlega galið.“