Hlíðarendavöllur á Sauðárkróki er fínn níu holu golfvöllur. Hann er heimamönnum til mikils sóma. Einkenni vallarins er kannki hversu langur hann er, nokkru lengri en t.d. Grafarholtsvöllur.
Brautirnar eru fjölbreyttar, nema kannski par þrír holurnar tvær, þær eru líkar hvor annnarri. Við komu á völlinn er strax ljóst að völlurinn er fullburða og góður.
Af gulum teigum er Hlíðarendavöllur 2818 metrar, eða 5636 þegar leiknar eru átján brautir, þ.e. tveir hringir. Af rauðum teigum er hann 2438 eða 4876 þegar leiknar eru átján brautir, tveir hringir.
Fyrsta braut er skemmtileg, par fimm, 455 metrar og 396 af rauðum. Síðan taka þær við hver af annarri. Níunda brautin er kannski skemmtilegust brautanna. Þá er spilað að klúbbhúsinu. Flötin er mun lægra í landslaginu en teigurinn og brautin gefur leikmönnum tækifæri og góðu skori.
Umfram allt, Hlíðarendavöllur er fínn golfvöllur og gefur fáum völlum eftir hvað varðar fjölbreyttni, umhirðu og áskoranir.
Eftir að hafa leikið á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki og Háagerðisvelli á Sauðárkróki er um að gera að geta þess að sandglompur eru fáar á báðar völlum.
Golfferðir innanlands eru fínar og það er gaman að skipta um umhverfi og reyna nýja velli. Golf á Skaga er vel þess virði að reyna. Á báðum þessum völlum er víðsýnt og fallegt útsýni. Á Hlíðarendavelli sést til að mynda vel til Drangeyjar og þó einkum til Málmeyjar og Þórðarhöfða.
Semsagt; Hlíðarendavöllur fær hin bestu meðmæli.
-sme