Golfvöllurinn að Jaðri á Akureyri er eini átján holu völlurinn á Norðurlandi. Hann er stærsti völlurinn en ekkert meira en það. Það er sem eitthvað vanti. Einn „ferðafélagi“ okkar sagðist hafa verið fimm og hálfan tíma að spila hringinn. Þegar við lékum að Jaðri gekk leikurinn hraðar.
Það er sem eitthvað vanti á Akureyri. Völlurinn er ekki sérlega góður. Nú þegar sumarið er langt komið. Hvað ætli valdi. Samkvæmt upplýsingum eru félagar í GA aðeins 748. Það er eflaust alltaf fámennt til að halda úti átján holu velli með öllu sem til þarf.
Erfitt er að benda á hvað það er, það er eitthvað sem er að. Völlurinn er ekki þægilegur til göngunnar. Margar brekkur, einkum á seinni níu brautunum. Um leið er sá hluti vallarins ekki síðri en sá fyrri. Jafnvel skemmtilegri brautir þar.
Aðrir vellir á Norðurlandi eru skemmtilegri, og betri.
Golf fyrir alla gefur Jaðarsvelli á Akureyri aðeins þrjá af fimm mögulegum.