Fréttir

Góðir gestir í Morgunþætti Miðjunnar í fyrramálið

By Miðjan

March 29, 2020

Ragnar Þór Pétursson og Viðar Eggertsson verða gestir Morgunþáttar Miðjunnar í fyrramálið.

Áfram verður haldið með Morgunþátt Miðjunnar. Þátturinn verður á dagskrá klukkan 9:30 í fyrramálið.

Gestirnir verða tveir. Fyrri gesturinn er Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambandsins, en grunnskólarnir starfa varla á hálfri ferð. Sama er að segja um leikskólana. Hverjar verða afleiðingarnar? Þarf að lengja skólaárið? Svörin fást í fyrramálið.

Viðar Eggertsson er baráttumaður fyrir hag eldri borgara. Ekkert af því sem ríkisstjórnin hefur boðað snerta hagsmuni eldri borgara. Fréttir og upplýsingar verða í Morgunþættinum í fyrramálið.