Fréttir

GÓÐAR FRÉTTIR ÚR EVRÓPURÁÐSÞINGINU !

By Sigrún Erna Geirsdóttir

May 23, 2019

Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar:

Rétt í þessu vorum við í framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins að hafna því að ný pólitísk grúbba væri stofnuð. Grúbban samanstendur af stjórnmálamönnum úr öfga-hægri flokkum, þjóðernissinnuðum, anti-innflytjenda mönnum. Þessi niðurstaða var ekki auðveld og þurfti marga fundi en sýnir að það er hægt að sporna við haturs-orðræðu og kynþáttahatri ef viljinn er fyrir hendi. ps. Ég er mjög stolt af okkur Þórhildi Sunnu og hvernig við tvær minntum marga á grunngildi Evrópuráðsþingsins.