Tómas Guðbjartsson skrifar:
Ég birti stutta grein í Fréttablaðinu um Glópagull (=bitcoin) og gagnaver. Held að flestir átti sig ekki á því að gagnaver nota um 110 MW af orku árlega sem er meira en öll heimili á landinu og tvær Hvalárvirkjanir. Orkan er notuð til að grafa eftir rafmynnt sem hefur vægast sagt slæmt orð sér. Auk þess veitir starfsemi gagnavera fá störf og fyrirtækin borga næstum enga skatta. Og ekki halda að orkan detti af himnum ofan – virkjanir og háspennulínur kosta gríðarlegt fé. Og það er náttúrunni sem blæðir þar sem fossum og jarðhitasvæðum er fórnað á altari skammtímagróða.
Deilið gjarnan !