- Advertisement -

Glíma Bjarna og Sigmundar; SDG vann

Trúlegast veður Bjarni reyk. Hann hefur misst sambandið.

-sme

Í pólitískum átökum liðinna vikna tókst Sigmund Davíð að höggva vel í fylgi Sjálfstæðisflokks, sem og Framsóknar. Eftir átökin er Bjarni í alvarlegum vanda. – Ég veit ekki um neinn í Sjálfstæðisflokknum sem myndi sjá á eftir Bjarna – eitthvað á þessa leið sagði Styrmir Gunnarsson í viðtali á Útvarpi Sögu í gærdag.

Nýjasta könnun Gallup sýnir að nokkru innan við tíu prósentustig skilji flokkana að, Sjálfstæðisflokk og Miðflokk. Annar er níutíu ára gamall, en hinn er nýr, hefur einar kosningar að baki. Annar er á uppleið hin alls ekki.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Það sem við þurfum að gera til að ná aftur eyrum þessara kjósenda er að skerpa línuna. Annars vegar varðandi orkustefnuna fyrir landið og fá fólk til að skilja að við ráðum sjálf okkar eigin málum á orkusviðinu og dýpka almennan skilning á framkvæmd EES-samningsins og hvaða virði og gildi hann hefur fyrir okkur sem þjóð,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali við Moggann í dag.

Bjarni telur að hann nái enn eyrum flokksmanna.

Það er bara svona. Trúlegast veður Bjarni reyk. Hann hefur misst sambandið. Sennilegast er sama hvað hann segir og hvernig. Fólkið hlustar ekki lengur. Í áðurnefndu viðtali á Útvarpi Sögu sagði Styrmir réttilega að Bjarni sé búinn að vera formaður í tíu ár, og það sé sennilega meira en nóg.

Glíma þeirra fyrrum samherja í Panamaskjölunum, Sigmundar Davíðs og Bjarna, snerist í sjálfu sér ekki um orkupakka eða ekki orkupakka. Tekist var á um markaðinn, um kjósendur. Úrslitin liggja fyrir. Sigmundur vann. Á næstu dögum ræðst hver framtíð Bjarna á formannsstóli hins hnignandi flokks verður. Sennilegast er komið að leiðarlokum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: