- Advertisement -

Gleypa skrítna fréttaskýringu Moggans

Gunnar Smári skrifar:

Morgunblaðið raðar saman mörgum könnunum og hefur sem grunn að þessum pælingum. Ef maður tekur aðeins nýjustu könnunina og deilir út þingmönnum eftir styrk flokkanna, þ.e. tekur ekki tillit til möguleikans á að flokkar fái þingmenn umfram það, þá er þingstyrkurinn þessi, talið frá hægri til vinstri:

  • Ábyrg framtíð: 0
  • Miðflokkur: 0
  • Sjálfstæðisflokkur: 14
  • Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn: 0
  • Viðreisn: 7
  • Framsókn: 8
  • Píratar: 8
  • Flokkur fólksins: 3
  • Samfylkingin: 9
  • VG: 8
  • Sósíalistar: 6

Ef við við reynum að mynda stjórn frá hægri þá þurfum við að fara inn í Pírata til að ná meirihluta. Ef við myndum stjórn frá vinstri þá þurfum við ekki einu sinni Framsókn; vinstri blokkin getur valið hvort hún hefur Pírata í ríkisstjórn JVSFP eða Framsókn í ríkisstjórn JVSFB.

Þetta er staðan samkvæmt nýjustu könnun MMR. Það er því skrítið að fréttaskýring Moggans byggð á undarlegri samsuðu margra kannana til að fá skaplegri niðurstöðu fyrir hægrið skuli rata inn í svo til alla aðra fjölmiðla.

Nýjasta könnun MMR sýnir að hægrið er klofið og veikt. Eina leið Sjálfstæðisflokkinn til að komast í ríkisstjórn er að fá alla flokkana sem ekki hafa hafnað samstarfi við flokkinn til að mynda stjórn; Framsókn, Viðreisn og VG. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki aðra kosti, Sósíalistaflokkurinn hefur fleiri kosti.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: