- Advertisement -

Gleymdu ekki þínum minnsta bróður

Þegar ég gekk út í myrkrið í morgun leitaði lagið Hjálpum þeim stöðugt á mig. Mér hefur  nú verið sagt að neyðin sé nær en ég hafði haldið. Að hugsa sér, að ganga um áhyggjulaus í velmegunarlandinu meðan næstu þjóðir glíma við hörmungar.  Ég sönglaði stöðugt: „Gleymdu ekki þínum minnsta bróður.“ Og svo: „Búum til betri heim.“ Búum til betri heim. Mér er ætlað hlutverk. Að búa til betri heim. Að hjálpa mínum minnsta bróður. Við höfum verið minnt á að; við fáum af því fréttir að hungursneyð ógni heilli þjóð. Og meira til, ógni heilli heimsálfu.

Stofnum samtökin Betri heimur. Söfnum peningum og kaupum einn gám eða tvo fulla Orafiskibollum, komum okkur fyrir í Leifsstöð og gefum þeim sem halda í óvissuna, til Evrópu. Jafnvel dós fyrir hvern dag sem fólk hyggst dvelja í óvissunni.  Og ef vel gengur getur hver ferðamaður tekið með sér dós og dós til að gefa sveltandi Evrópubúum.

Munum ráðleggingarnar sem við fengum þegar hallaði undan fæti hér á landi. Kaupið mat, sagði kaupmaðurinn, fyllið allar hirslur. Gerum þetta fyrir aðra.

Leggjum okkar að mörkum. Velmegunarþjóðin verður að gera sitt.

Til upprifjunar set ég hér textann við lagið Hjálpum þeim.

Gleymdu ekki þínum minnsta bróður

þó höf og álfur skilji að.

Kærleikurinn hinn mikli sjóður

í hjarta hverju á sér stað.

Í von og trú er fólgin styrkur

sem öllu myrkri getur eytt.

Í hverjum manni Jesú Kristur

er mannkyn getur leitt.

 

Á skjánum birtast myndir

við fáum af því fréttir að hungursneyð ógni heilli þjóð.

Menn, konur og börn bíði dauðans

án hjálpar eigi enga von.

Búum til betri heim

sameinumst hjálpum þeim

sem minna mega sín

þau eru systkin mín.

Vinnum að frið á jörð

lífsréttinn stöndum vörð

öll sem eitt.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: