Vinnumarkaður „Það er hvellskýrt að Samtök atvinnulífsins verða að skipta um gír í þessum viðræðum og fara að hlusta á sanngjarnar kröfur verkfólks, kröfur sem byggjast á þeirri sanngjörnu kröfu að lágmarkslaun dugi fyrir þeim framfærsluviðmiðum sem hið opinbera hefur gefið út, en slíku er alls ekki til að dreifa í dag,“ segir í grein á heimasíðui Verkalýðsfélags Akraness.
Þar segir einnig „…morgunljóst að himinn og haf er enn á milli samningsaðila. Eins og staðan er í dag er fátt sem getur komið í veg fyrir að tveggja daga verkfallið sem á að hefjast 28 og standa til 29 verði að veruleika.“
Hugmyndum Samtaka atvinnulífsins um breytingu á yfirvinnuálagi og lengingu á dagvinnutímabilinu verður ekki gerð í þessum samningum, er hafnað.
„Það er því fátt sem getur komið í veg fyrir að glerhörð verkfallsátök hefjist að nýju 28. maí og í byrjun júní mun landið nánast lamast vegna verkfallsaðgerða ef ekki næst að semja fyrir þann tíma. En það er óhætt að segja að formaður Verkalýðsfélags Akraness sé ekki ýkja vongóður um lausn á þessari deilu í bráð.“