Gunnar Smári Egilsson.

Greinar

Gleðilegan Hrundag, 6. október!

By Gunnar Smári Egilsson

October 06, 2019

Gunnar Smári skrifar:

Hin ríku eru kaun, þrot og bólur á samfélaginu; sjúkdómseinkenni langvarandi kapítalisma. Til að slá á sóttina er nauðsynlegt að kreista bólurnar, t.d. með því að leggja á auðlegðarskatt og hækka fjármagnstekjuskatt, erfðafjárskatt, veiðigjöld, tekjuskatt fyrirtækja og aðra skatta sem geta vegið á móti auðsöfnun hinna ríku innan kapítalismans; kreista bólurnar þar til gröfturinn spýtist út. Þá má skera upp samfélagið, nema kapítalismann brott og henda honum eins og hverju öðru krabbameini. Þá getum við vænst þess að heilbrigt samfélag dafni. Fram að því verður samfélagið veikt, meðvitundin sljó, skynjunin brengluð og hugsunin óskýr; jafnvel svo að hún óttast lækninguna meira en sjúkdóminn. – Gleðilegan Hrundag, 6. október!