- Advertisement -

Gleðibros­andi, kát, og fagn­andi í NATÓ

Sighvatur Björgvinsson.

Sighvatur Björgvinsson, fyrrum þingmaður og ráðherra Alþýðuflokks, skrifar skemmtilega grein í Mogga dagsins. Þar rifjar hann upp þegar fólk úr Alþýðuflokki og Alþýðuflokki sátu við um stofnun Samfylkingarinnar. Sighvatur skrifar:

„Svona stóðu mál­in þegar við Mar­grét Frí­manns­dótt­ir, formaður Alþýðubanda­lags­ins, studd vin­um okk­ar og sam­starfs­mönn­um í Alþýðuflokki og Alþýðubanda­lagi og með liðstyrk sumra þing­manna Kvenna­list­ans tók­um ákvörðun um að hefja jafnaðar­stefn­una til vegs og virðing­ar á Íslandi þegar helsta deilu­mál heill­ar ald­ar hafði horfið á einni nóttu. Þetta tókst okk­ur að miklu leyti en þó ekki eins miklu og við hefðum viljað. Ástæða: Nokkr­ir framá­menn í Alþýðubanda­lag­inu neituðu að vera með. Mér eru í fersku minni ástæðurn­ar. Megin­á­stæðan var heiftúðug andstaða þeirra við NATÓ. Ekki kæmi til greina af þeirra hálfu að ganga til sam­komu­lags um flokks­stofn­un, sem ekki hafnaði af­drátt­ar­laust aðild Íslands að NATÓ. Hin ástæðan er mér líka í fersku minni. Ekki kæmi til greina að ganga í flokk með jafnaðarmönn­um, sem áður höfðu gengið til sam­starfs við íhaldið um mynd­un rík­is­stjórna. Slíkt mætti ekki ger­ast og þá með aðild Alþýðubanda­lags­fólks. Því yrði að stofna nýj­an flokk Sam­fylk­ing­unni til höfuðs. Vinstri græna.“

Þetta er merkilegt. Greinilega hefur fólk breyst síðan þá. Sighvatur heldur áfram:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hindr­un­um rutt

Katrín Jakobsdóttir á stóra sviðinu á efri myndinni og á þeirri neðri er hún í stuði með Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra Nató. Boris Johnson, þáverandi forsætisráðherra, stendur til hliðar.

„Að baki okk­ar eru fimm ár. Formaður Vinstri grænna sit­ur og hef­ur tryggi­lega setið öll þau ár mitt í hópi for­ystu­manna NATÓ. Þar legg­ur hún mikla áherslu á að Sví­ar og Finn­ar, vinaþjóðir Íslands, láti af hlut­leysi sínu og gangi „til okk­ar í NATÓ“. Gleðibros­andi, kát, og fagn­andi með fé­lög­un­um í NATÓ. Og með fé­lög­un­um við rík­is­stjórn­ar­borðið. Þar sem formaður Vinstri grænna er að hefja sjötta árið í sam­starfi við íhaldið þar sem hún gegn­ir hlut­verki for­sæt­is­ráðherra. Leiðir stjórn­ina! Slíku for­ystu­hlut­verki í íhalds­stjórn á Íslandi hef­ur eng­inn jafnaðarmanna­leiðtogi gegnt síðan árið 1947 þegar mynduð var rík­is­stjórn Stef­áns Jó­hanns Stef­áns­son­ar, sem sat fá­ein ár við mikla and­stöðu for­vera Alþýðubanda­lags­ins. Og hvernig skyldi hljóðið nú vera í Stein­grími og Ögmundi? Ég veit hvernig hljóðið er í Ögmundi en ekki Stein­grími. Enda er þetta það, sem hann hugsaði til handa sjálf­um sér áður en Ingi­björg Sól­rún varð fyrri til.

Svo spurt sé að lokn­um þess­um lestri er þá ekki að tíma­bært af mér, göml­um krata, að segja líkt og Katrín seg­ir við vinaþjóðir okk­ar sem sem hún vill deila með ver­unni í NATÓ: „Vel­kom­in til okk­ar, Katrín!“ Hindr­un­un­um hef­ur öll­um verið rutt úr vegi. Það gerðir þú. Vel­kom­in sértu!“

Greinin Sighvatar er lengri. Fyrirsögnin er Miðjunnar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: