Gunnar Smári skrifar:
Það sem er í boði er að eigendur stórra hótela gangi ósárir frá borði, lánardrottnar taki á sig högg vegna verðlækkunar húsa og tækja og ríkið taki yfir starfsfólkið og setji á borgaralaun. Síðan getum við rætt saman um hvernig samfélag við viljum byggja upp í framhaldinu. Að framlengja líf dáinna fyrirtækja er fullkomið glapræði. Og nokkuð sem við eigum eftir að sjá eftir eftir tvær vikur eða þrjár, þegar við þurfum að grípa til aðgerða til að halda samfélaginu á lífi. Fyrirtækin eiga að þjóna samfélaginu, ekki öfugt. Þegar fyrirtækin hafa ekkert að færa samfélaginu, engan rekstur, enga skatta, engin laun.