Svo berja menn bara í borðið eða öskra á fólk ef allt er ekki eftir þeirra höfði.
Katrín Baldursdóttir skrifar:
Samherji beitir sömu aðferðum og mörg önnur hnattvædd glæpafyrirtæki, sem nota alla klæki til að koma höggi á andstæðinginn. „Erlendis eru til fyrirtæki sem sérhæfa sig í því að safna neikvæðum upplýsingum um einstaklinga, fylgjast með þeim, áreita þá og reyna að hafa áhrif á þá fyrir hönd einhvers viðskiptavinar sem telur sig hafa hagsmuni af því. Eitt slíkt fyrirtæki er ísraelska rannsóknarfyrirtækið Black Cube, sem var stofnað af fyrrverandi meðlimum ísraelsku Mossad-leyniþjónustunnar árið 2010. Starfsmenn þess eru fleiri en eitt hundrað talsins.“
Þetta er að koma mjög skýrt fram í máli Samherja gegn Seðlabankanum þar sem njósnara Samherja sitja um fólk og áreita og taka upp viðtöl við menn án leyfis og villa á sér heimildir. Þetta er eins og í toppklassa glæpamynd um fyrirtækjaeigendur sem beita öllum brögðum í bókinni til að koma höggi á andstæðinginn. Glæpsamlegt og gjörsamlega siðspillt. Og svo berja menn bara í borðið eða öskra á fólk ef allt er ekki eftir þeirra höfði, eins og Þorsteinn Már og Baldvin sonur hans hafa gert opinberlega.
Dómgreindarbrestur Þorsteins Más og fjölskyldu er orðinn svo augljós að líklegasta niðurstaðan er sú að þessir aðilar muni missa allt út úr höndunum. Nema ef vera skyldi að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra, Sjálfstæðisflokkurinn og núverandi ríkisstjórn haldi yfir honum hlífiskildi áfram sem hingað til. Breyta lögum og reglugerðum svo Þorsteinn geti haldið áfram að starfa eins og ekkert hafi í skorist.