„Breytingar eru víða í farvatninu. Íslenskir stjórnmálamenn viðurkenna loks ógöngur sínar í taumlausu innstreymi „flóttamanna“. Í erlendum blöðum er bent á pólitískar kollsteypur í Evrópu, einnig í röðum þeirra sem staðið hafa lengst til vinstri. Foringjar þar eru fordæmdir fyrir að ýta hvarvetna í Evrópu undir stórsókn „hægri popúlisma“.“
Þetta er lítill hluti af leiðara Moggans í dag.
„Mörgum þykir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi brugðist skelfilega seint við sambærilegu ástandi og Finnar taka nú á og var þeirra staða þó ekki jafn gjörtöpuð og fékk að gerast hjá okkur. Danskir jafnaðarmenn hafa tekið nokkuð á sínum vanda, en við lyftum ekki litla fingri.“
Það er ekki saman hvaða kaldar gusur koma. Þessi er frá ritstjóra gamla málgagnsins.