Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er í viðtali á Morgunvaktinni á Rás eitt. Byrjað var að tala um HB Granda og Akraness. Bjarni sagði erfitt að horfa upp á að störf margra séu í uppnámi. „Aðilar hafa þó talað saman. Fyrirtækið hefur sýnt viðleitni og boðið störf. Það er samt ekki sama. Að búa á Akranesi og vinna í Reykjavík,“ sagði Bjarni
Hann var spurður um orð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, frá því í morgun um aukna gjaldtöku. „Menn verða að gæta sín. Aukin gjaldtaka leiðir til meiri hagræðingar og vinnsla flyst til,“ sagði Bjarni. Hann sagðist aldrei hafa verið stuðningsmaður núverandi gjaldtöku í sjávarútvegi. Hann sagði ágætt að farið verði yfir þetta af yfirvegun, og vísað til nefndarinnar undir formennsku Þorsteins Pálssonar. Bjarni sagði sátt vera um það eigi að borga gjald af nýtingu auðlindarinnar.
-sme