Fréttir

Gjaldeyrishöft losuð á þremur mánuðum

By Miðjan

May 20, 2014

Efnahagsmál „Við Íslandi blasa fjórir kostir að mati Jóns. Í fyrsta lagi að halda gjaldeyrishöftunum í óbreyttri mynd til langs tíma. Einnig kemur til greina að afnema gjöldin og halda krónunni. Í þriðja lagi að taka einhliða upp annan gjaldmiðil sem að mati Jóns er fráleitur kostur sem er dæmigerð þriðja heims lausn. Í fjórða lagi þá langtíma lausn að ganga í ESB og taka upp evru.“

Þetta segir í rétt rúmlega tveggja ára gamalli frétt og segir þar af ræðu sem Jón Daníelsson hagfræðingur hélt á Iðnþingi, eða um miðjan mars 2012.

Jón sagði þá að hægt að afnema gjaldeyrishöftin á þremur mánuðum. Fyrst þyrfti að bjóða upp gjaldeyri og finna verð á krónuna sem nær því að vera markaðsverð. Undirbúa þyrfti aðgerðir fyrir þá sem yrðu fyrir vondum áhrifum á gengislækkun krónunnar eftir afnám og samhliða þyrfti að tilkynna stefnumörkun sem yki traust á hagkerfinu, s.s. um skattamál, ópinbera reglustýringu, erlenda fjárfestingu og fjármálakerfið.